Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út nýja spá um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi til 2012. Samkvæmt spánni verður útstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á landi innan marka Kýótó-bókunarinnar, að því gefnu að útstreymi flúorkolefna (PFC) frá áliðnaði haldist lágt og að ekki verði ráðist í auknar stóriðjuframkvæmdir á tímabilinu. Umhverfisstofnun skoðaði ennfremur hvaða áhrif framleiðsluaukning í stóriðju gæti haft á útstreymi hérlendis og eins hvaða áhrif það gæti haft ef útstreymi flúorkolefna frá álframleiðslu væri umfram leyfileg mörk í starfsleyfi.

Spá um losun gróðurhúsalofttegunda til frá 2008 – 2012.