Stök frétt

Herðubreiðarlindir (Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir)

Þrátt fyrir að hrikti í stoðum fjármálakerfa og útlitið sé dökkt í efnahagsmálum þjóðarinnar stendur fegurð íslenskrar náttúru eftir óhögguð eins og sjá má af myndum frá Skútustaðahreppi. Bergþóra Kristjánsdóttir tók saman nokkrar nýjar og eldri myndir að norðan. Myndirnar tala sínu máli en vert er að minna á að ekki þarf að fara langt til að líta fegurðina með eigin augum.

Allar myndirnar eru teknar af Bergþóru Kristjánsdóttur fyrir utan eina sem er af ísmyndunum í bláu ljósi og er tekin af Sólveigu Pétursdóttur.


Austan við Herðubreið. Drottningin í öllu sínu veldi er mikilfengleg sjón.


Grjót er ekki bara grjót i Gjástykki.

Haganes í Mývatnssveit. Sýnir hvernig 2300 ára gamalt hraunið er að gróa upp. Klettarnir með fléttum en þar sem gervigígarnir eru flatari er gras búið að taka yfirhöndina (Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir)
Haganes í Mývatnssveit. Sýnir hvernig 2300 ára gamalt hraunið er að gróa upp. Klettarnir með fléttum en þar sem gervigígarnir eru flatari er gras búið að taka yfirhöndina.

Lofthellir í Mývatnssveit. Blátt ljósið gefur ísmyndununum óraunverulegan blæ. Líkt og gerist stundum er maður horfir á viðfangsefni frá öðru sjónarhorni þá opnast nýr heimur. (Mynd: Sólveig Pétursdóttir)
Lofthellir í Mývatnssveit. Blátt ljósið gefur ísmyndununum óraunverulegan blæ. Líkt og gerist stundum er maður horfir á viðfangsefni frá öðru sjónarhorni þá opnast nýr heimur.

Mývatn (Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir)
Mývatn

Lofthellir við Mývatn, að þessu sinni er myndin tekin með hvítu ljósi. (Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir)
Lofthellir við Mývatn, að þessu sinni er myndin tekin með hvítu ljósi

Mosi á Jarðbaðshólum í Mývatnssveit. Mikla fegurð er oft að finna með því að líta örlítið nær. (Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir)
Mosi á Jarðbaðshólum í Mývatnssveit. Mikla fegurð er oft að finna með því að líta örlítið nær.

Fyrir ofan Drekagil í Dyngjufjöllum. (Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir)
Fyrir ofan Drekagil í Dyngjufjöllum.

Nýlegur gígur við Leirhnjúk. Hitinn í iðrum jarðar leitar upp og bræðir snjóinn sem gerir okkur kleift að njóta þeirra miklu andstæðna sem svart hraunið og hvíti snjórinn eru. (Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir)
Nýlegur gígur við Leirhnjúk. Hitinn í iðrum jarðar leitar upp og bræðir snjóinn sem gerir okkur kleift að njóta þeirra miklu andstæðna sem svart hraunið og hvíti snjórinn eru.

Yfir Ytri-flóa Mývatns, séð til austurs. Óveður úr austri nálgast. (Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir)
Yfir Ytri-flóa Mývatns, séð til austurs. Óveður úr austri nálgast.