Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Á vísindavöku sem haldin var af hópnum W23 þann 18. október síðastliðinn í Fjölbrautarskóla Snæfellinga var gestum boðið að taka þátt í getraun. Verðlaun voru sigling fyrir tvo fullorðna í boði Sæferða.

Dregið var úr réttum svörum og upp komu nöfn tveggja ungra stúlkna, þeirra Lenu Örvarsdóttur 9 ára og Kristínar Olsen, 8 ára. Myndin var tekin af þeim stöllum þegar þær tóku við vinningunum.

Aðstandendur vísindavökunnar óska þeim til hamingju með vinningana og þakka þeim og öðrum fyrir þátttökuna.