Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tilkynnt Sementsverksmiðjunni hf. um að útgáfu starfsleyfis hafi verið frestað. Þetta kemur til vegna þess að Sementsverksmiðjan hefur tilkynnt Skipulagsstofnun um fyrirhugaða endurnýjun samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Í ljósi þess er útgáfa starfsleyfis óheimil þar til niðurstaða Skipulagsstofnunar liggur fyrir.