Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Þér er boðið á Vísindavöku! Í FSN í Grundarfirði þann 18. október 2008 kl. 14:00-18:00

Skemmtilegt og fræðandi fyrir alla fjölskylduna.

Vísindavakan er opinn dagur fyrir alla sem vilja koma og kynna sér starfsemi W23 hópsins og náttúrufarsrannsóknir á Snæfellsnesi. Tilvalið að taka börnin með!

Vísindavakan er haldin af W23 hópnum í samstarfi við Hafrannsóknastofnunina. W23 er samstarf fjögurra aðila á Snæfellsnesi: Háskólaseturs Snæfellsness, Náttúrustofu Vesturlands, Varar Sjávarrannsóknarseturs við Breiðafjörð og Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Markmið hópsins er að auka rannsóknir og hvers kyns samstarf stofnananna, með bættum skilningi á náttúru Vesturlands og fjölgun starfa í náttúruvísindum að leiðarljósi. Heiti samstarfsins er W23 sem vísar í vestlæga hnattstöðu Snæfellsness og hraða lognsins á svæðinu.logo_endanlegt_hvitt

Tímasettir atburðir:

14:00-14:20 Vísindavakan opnuð, W23 hópurinn kynntur.

14:20-14:30 Hafrannsóknastofnunin - kynning á starfsemi útibús í Ólafsvík.

14:30 Minkur krufinn af starfsmanni Náttúrustofu Vesturlands.

Krufning endurtekin kl. 15:30 og 16:30

15:00 Sjófugl krufinn af starfsmanni Háskólaseturs Snæfellsness.

Krufning endurtekin kl. 16:00 og 17:00

Yfir allan daginn:

Komdu þér í nánari kynni við fisk. Fiskasýning, fiskur aldursgreindur – rýnt í kvarnir. Veggspjöld með kynningu á verkefnum innan W23 eininganna. Myndasýningar úr safni starfsfólks W23. Brot úr starfseminni og náttúru Vesturlands. Kynning á starfi eininga innan W23 og ýmislegt forvitnilegt til að sjá og snerta:

  • Lifandi beitukóngar og krabbar til sýnis og skoðunar.
  • Plöntur, hauskúpur o.fl. spennandi úr þjóðgarðinum.
  • Beitukóngur úr Breiðafirði, litarafbrigði og lögun.
  • Dýrasvif úr Breiðafirði – smátt en smart .
  • Beitukóngur krufinn og aldursgreindur – rýnt í lokur.
  • Ýmis rannsóknatæki og tól til sýnis.

Kleinur og kaffi í Vísindavökubollum sem má taka með heim. Vísindagetraun með glæsilegum vinningum frá Sæferðum (Stykkishólmi).