Stök frétt

Eins og sagt hefur verið frá í fréttum valt olíubíll norðan meginn á Hólmahálsi milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og nokkuð af svartolíu hefur lekið út. Óhappið varð innan marka fólkvangs og friðlands á Hólmanesi.

Samkvæmt skipulagi á viðbrögðum við mengunaróhöppum á landi hefur slökkvilið umsjón með bráðaviðbrögðum og Heilbrigðiseftirlit Austurlandssvæðis með hreinsun svæðisins. Umhverfisstofnun hefur haft samband við hlutaðeigandi aðila og fylgist með framvindu málsins.