Stök frétt

Efnastofnun Evrópu, ECHA, hefur í dag birt á heimasíðu sinni lista yfir efni sem hafa verið forskráð samkvæmt ákvæðum REACH reglugerðarinnar fyrir 1. október 2008 eða 2 mánuðum fyrir áætlaðan lokadag forskráningar sem er 1. desember næstkomandi.

Tilgangur með birtingu þessa bráðabirgðalista er að gefa eftirnotendum tækifæri til að sjá hvort efni sem þeir eru að nota eða hafa áhuga á séu nú þegar forskráð. Einnig til að minna framleiðendur og innflytjendur á að ef þeir vilji nýta sér þá skráningafresti sem í boði eru (2010, 2013 eða 2018) þá verði þeir að forskrá efni sín fyrir 1. desember 2008. Ef efni eru ekki forskráð er fyrirtækjum óheimilt að flytja inn eða framleiða efni sín þar til þeir hafa skilað inn fullnaðar skráningargögnum.

Listinn inniheldur EC/CAS númer og nöfn nálægt 40.000 efna auk upplýsinga um væntanlegan skráningardag og uppgefin skyld efni. Listann er að finna á heimasíðu ECHA.