Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Aðeins vantaði að skjóta 15 dýr af gefnum hreindýraveiðikvóta árið 2008. Alls veiddust 1318 dýr af þeim 1333 sem gefið var leyfi fyrir að veiða. Veiðitímabilið stóð yfir í 63 daga og mest veitt á svæðum 1 og 2. Þrettán kýr og tvo tarfa vantaði upp á og voru þar af sex kýr á svæði þrjú og sex kýr á svæði níu. Heildartölur um veiðina má sjá á hreindyr.is.

Veiðitímabilinu lauk formlega á miðnætti þann 15. september síðastliðinn. Næsta tímabil hefst að ári og tekið verður við umsóknum um veiðileyfi í janúar 2009.