Stök frétt

Umhverfisstofnun hélt opinn kynningarfund á Siglufirði þann 15. september sl. þar sem kynnt voru drög að starfsleyfi fyrir Seyru ehf. vegna móttöku og flokkunar heimilisúrgangs, móttöku á flokkuðum pappírs- pappa- og plastúrgangi frá fyrirtækjum og jarðgerðar lífræns heimilisúrgangs. Helgi Jensson hélt kynningu þar sem hann fjallaði um eðli starfsleyfa og sjálf starfsleyfisdrögin. Að lokinni kynningu var opnað fyrir umræður og fyrirspurnir úr sal. Helstu atriði sem spurt var um tengdust nálægð athafnasvæðis Seyru ehf. við byggð, geymslu úrgangs á athafnasvæði fyrirtækisins og mögulegri lyktarmengun frá starfseminni.

Fyrir hönd Umhverfisstofnunar sóttu fundinn Helgi Jensson og Guðmundur B. Ingvarsson.

Frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfisdrögin er til 23. september næstkomandi.