Stök frétt

Umhverfisstofnun hélt borgarafund í Reykjanesbæ hvar kynnt voru starfsdrög fyrir væntanlegt álver í Helguvík. Einnig gafst fólki tækifæri til þess að spyrja spurninga og koma með athugasemdir.

Sigurður Ingason kynnti drög Umhverfisstofnunar að starfsleyfinu og ræddi þau atriði er varða starfsleyfið. Meðal annars voru kynnt losunarmörk er sett eru fyrir fyrstu ár starfsemi hins væntanlega álvers.

Að lokinni kynningu Sigurðar gafst tækifæri til spurninga og umræðna. Meðal þess sem fólk hafði áhuga á að vita var um þynningarsvæði og áhrif mengunar innan þess. Kristján Geirsson upplýsti fundarmenn um að innan þynningarsvæðis mætti mengun fara yfir gróðurverndarmörk og þar væri hætta á svokölluðum gaddi í búfénaði, þó helst sauðfé. Í því sambandi er mikilvægt að búfénaður fái ekki einvörðungu hey innan þynningarsvæðisins.

Einnig var spurt um gildistíma leyfisins og önnur atriði. Áhugasamir um starfsleyfið geta kynnt sér efni fyrirlestrar Sigurðar hér.