Stök frétt

Mengaður loftmassi frá Evrópu liggur nú sunnan við landið og búast má við að áhrifa hans gæti sunnanlands í dag og á morgun. Áhrifa loftmassans fór að gæta seinnipartinn í gær, sunnudag, en þá mátti greinilega sjá á mælitækjum að svifryk jókst í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Á mynd 1. má sjá gögn frá mælistöð við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði. Rauða línan sýnir gróft svifryk PM10 en blá línan fínt svifryk PM2,5. Á myndinni eru sýnd gögn síðustu 5 daga og greinilega má sjá hvað gildin hækka seinnipartin á sunnudeginum. Ekki er þó um mjög mikla mengun að ræða. Gildi sem þessi mælast oft við umferðaþungar götur en munurinn nú er að mengunin er jöfn á stóru svæði. Þannig má t.d. búast við jafnmikill mengun í Laugardalnum, Heiðmörk eða á Stokkseyri.

Mynd 1. Gögn frá loftmælistöð í Hafnarfirði

Þessa mengunartungu má greinilega sjá á mynd 2 sem er líkanmynd frá Geimferðastofnun Evrópu.

Mynd 2. Svifrykstunga teygir sig frá meginlandi Evrópu til landsins.
Sjá má skarpa línu eftir lengdarbaug sem liggur um Austfirði. Það er ekki raunveruleg breyting á mengun heldur stafar að því að vestan við þá línu er notað grófara reiknilíkan en austan hennar.




Mynd 3. Spá um styrk ósons í Evrópu mánudaginn 18.ágúst.



Fleiri myndir og mengunarspá 3 daga fram í tímann má sjá á hér. Vefsvæði verkefnisins er unnið er í samstarfi við ESA.