Stök frétt

Almennur borgarafundur á vegum Umhverfisstofnunar verður haldinn í bíósal Duushúsa við Duusgötu í Reykjanesbæ þann 21. ágúst 2008 kl. 17. Á fundinum verða kynnt drög Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir væntanlegt álver Norðuráls í Helguvík.

Dagskrá fundarins:

1. Kynning á helstu skilyrðum í starfsleyfi vegna starfseminnar.

2. Umræður: Fundargestum gefst tækifæri til að varpa fram spurningum og koma með athugasemdir.


Allir velkomnir.