Stök frétt

Enn á ný endurnýjar prentsmiðjan Hjá GuðjónÓ Svansleyfi sitt, í þetta skiptið fyrir prentsmiðjuna í heild, en reglum Svansins var breytt á síðasta ári, þannig að slíkt varð mögulegt.

Prentsmiðjan Hjá GuðjónÓ fékk fyrst Svansleyfi í ársbyrjun 2000. Skilyrði fyrir að fá Svansmerkingu eru hert á nokkurra ára fresti, (venjulega þriðja hvert ár) og hefur prentsmiðjan endurskoðað og aðlagað starfsemi sína og framleiðslu að strangari reglum. Skilyrði Norræna umhverfismerkisins eru hert í samræmi við framþróun í umhverfismálum í prentiðnaðinum. Í skilyrðum Svansins eru gerðar kröfur sem ná til allra þátta prentunarinnar.

Umhverfisstofnun óskar forsvarsmönnum prentsmiðjunnar til hamingju með þennan góða áfanga.