Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur auglýst drög að starfsleyfi fyrir álver Norðuráls Helguvík s.f. . Samkvæmt tillögu að starfsleyfi verður Norðurál Helguvík s.f. heimilt að framleiða allt að 250.000 tonnum af áli á ári. Tillaga að starfsleyfinu liggur frammi til kynningar á skrifstofum Sveitarfélagsins Garði, Sunnubraut 4, Garði og Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ til 13. ágúst 2008.

Texta tillögunnar má nálgast hér. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til 13. ágúst 2008.