Stök frétt

Mynd: Morgunblaðið

Varðandi ísbjörn á Skaga hefur verið tekin sú ákvörðun að reyna eins og kostur er að fanga dýrið og koma því til sinna réttu heimkynna.

Umhverfisstofnun hefur verið í sambandi við sérfræðinga frá dýragarðinum í Kaupmannahöfn og munu menn á þeirra vegum væntanlegir til landsins á morgun í þeim tilgangi að fanga dýrið lifandi. Búist er við að þeir verið komnir að Hrauni, eða þar sem dýrið verður statt, síðdegis á morgun með búr og búnað til þess að svæfa dýrið.

Stofnunin hefur farið fram á það við lögregluna að hún tryggi öryggi fólks á vettvangi, þar til að dýrinu hefur verið náð. Lögreglan mun meta ástandið á hverjum tíma og hvort þurfi að grípa til aðgerða fyrr.