Stök frétt

Ísland hefur skilað til loftslagssamningsins skýrslu um helstu niðurstöður og aðferðafræði við mat á losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi á tímabilinu 1990 til 2006. Skýrslan er á ensku og kallast National Inventory Report, Iceland 2008, og er hún aðgengileg hér á síðunni. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi jókst um rúm 24% frá 1990 til 2006 (án losunar vegna landnotkunar).

Losunin jókst úr 3.7 milljónum tonna árið 2005 í 4.2 milljónir tonna árið 2006, eða um rúm 14%. Stærsta hluta þeirrar aukningar má skýra með aukinni losun frá áliðnaði, en einnig varð töluverð aukning frá vegasamgöngum.

Skýrsla á pdf.