16. maí 2008 | 12:16
Ársfundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefnda
Fimmtudaginn 8. maí síðastliðinn var ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga haldinn að Hótel Héraði á Egilsstöðum, í boði Fljótsdalshéraðs.
Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir setti fundinn, en í kjölfarið voru flutt ýmis erindi er tengdust yfirskrift fundarins sem var „Friðlýst svæði tákn eða tækifæri“.
Í lok fundarins var farið í skoðunarferð að Vallanesi á Norður–Völlum, þar sem m.a. fer fram lífræn ræktun garðávaxta og grænmetis og síðan skoðað trjásafnið í Hallormsstaðaskógi. Sameiginlegur kvöldverður var að lokum í Gistihúsinu Egilsstöðum.
Hér fyrir neðan má nálgast ávarp forstjóra og nokkra af fyrirlestrum fundarins:
- Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.
- Forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs – Soffía Lárusdóttir.
- Friðlýst svæði, tilgangur og markmið. Sigurður Þráinsson – Umhverfisráðuneyti
- Friðlýst svæði; ástand, umsjón og horfur. Hjalti J. Guðmundsson, sviðsstjóri, Umhverfisstofnun
- Áherslur og tækifæri. Anna Kristín Ólafsdóttir, Vatnajökulsþjóðgarður
- Starfsemi og störf í þjóðgörðum. Sigþrúður Stella, þjóðgarðsvörður. Vantajökulsþjóðgarður
- Hlutverk náttúrustofa og tengsl við friðlýst svæði. Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra.
- Gildi fólkvangs fyrir sveitarfélag - Einkunnir. Björg Gunnarsdóttir, umhverfis– og kynningarfulltrúi Borgarbyggðar.
- Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull – best geymda leyndarmálið. Tækifæri til frekari þjónustu og atvinnusköpunar. Snæfellsnesþjóðgarður – Guðrún Bergmann.
- Hornstrandir –Skipulag friðlands, framtíðarhorfur svæðis. Gunnar Páll Eydal, Teiknistofan Eik.
- Reykjanesfólkvangur: Falinn fjársjóður. Ásta Þorleifsdóttir, formaður stjórnar Reykjanesfólkvangs