Stök frétt

Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Fræðsluerindi og skemmtun i tengslum við viðburðarviku á Vesturlandi þriðjudaginn 29. apríl kl. 20 á Hótel Ólafsvík.

Dagskrá kvöldsins:

  • Tónlistaratriði.
  • Páll Hersteinsson fremsti sérfræðingur landsins um refinn flytur fræðsluerindi.
  • Hlé. Kaffi og veitingar til sölu.
  • Sæmundur Kristjánsson segir sögur af samskiptum manna og refa. Öðrum er frjálst að segja sögur af refnum!
  • Tónlistaratriði.

Allir velkomnir, ókeypis aðgangur.

Dagskráin er styrkt af menningarráði Vesturlands og er í samstarfi við Lionsklúbb Ólafsvíkur og Rótaryklúbb Ólafsvíkur.