Stök frétt

Í síðustu viku lagði umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, leið sína um Snæfellsnes og þar á meðal í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Hún kom á skrifstofu þjóðgarðsins þar sem hún skoðaði líkan af þjóðgarðsmiðstöðinni og eftir kaffispjall á hótelinu fór hún sem leið liggur að gestastofunni á Hellnum.

Þórunn var ekki ein á ferð heldur var í för með henni aðstoðarmaður hennar, Anna Kristín Ólafsdóttir, ráðuneytisstjórinn Magnús Jóhannesson og þingmenn kjördæmisins þeir Guðbjartur Hannesson og Karl V. Matthíasson ásamt aðstoðarmanni. Fararstjóri í ferðinni var Þórunn Sigþórsdóttir starfsmaður framkvæmdaráðs Snæfellsness.

Á myndinni er hópurinn ásamt starfsmönnum þjóðgarðsins þeim Guðrúnu Láru og Guðbjörgu. Það er mikill fengur að fá góða gesti eins og þennan hóp í heimsókn í þjóðgarðinn og vonandi að þeir leggi leið sína sem oftast á svæðið.