Stök frétt

Þorsteinn Jóhannsson

Margir áhugaverðir fyrirlestrar voru á ársfundi Umhverfisstofnunar t.d. erindi Þorsteins Jóhannssonar um loftgæði.

Í erindi Þorsteins Jóhannssonar kom fram að sé miðað við 36 verstu loftgæðadaga þá trónir Reykjavík á toppnum ef miðað er við 55. breiddargráðu og norðar. Aðeins ein önnur "borg" er verri, nefnilega Akureyri, en þar mælast loftgæði sýnu lélegri en í Reykjavík. Hér er að finna fyrirlestrana sem voru á ársfundinum.

Ávarp ráðherra.

Síðasta ár var ár sviptinga hjá stofnuninni, tveir forstjórar hættu áður en Kristin Linda tók við, nýtt skipurit leit dagsins ljós og mikil stefnumótunarvinna var sett í gang.

Gljúfrastofa er staðsett í Ásbyrgi og þjónar sem gestastofa fyrir Þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum. Sigþrúður Stella, þjóðgarðsvörður, sagði frá tilurð og tilgangi gestastofunnar.

Loftgæði hafa verið mikið í umræðunni og þá sérstaklega svifrykið. Þorsteinn fór víða í sínum fyrirlestri og bar saman Reykjavík og Akureyri við aðrar "stórborgir".

Á síðustu árum hefur verið lyft grettistaki í menntun veiðimanna með útgáfu á mjög vönduðum kennslubókum bæði fyrir skotvopna-og veiðinámskeið. Einar Guðmann, höfundur bókanna, kynnti framtíðarsýn sína á ársfundinum.

Minnkun notkunar á óson-eyðandi efnum er kannski eitt besta dæmið um vel heppnað umhverfisátak á alþjóðavísu. Heiðrún kynnti árangur Montreal-bókunarinnar og helstu framtíðarhorfur.

Frá áramótum heyra matvælamál undir nýja Matvælastofnun og starfsemi matvælasviðs Umhverfisstofnunar þarmeð. Jónína fór yfir breytingarnar.

Forstjóri Umhverfisstofnunar kynnti svo í lokin nýtt skipurit stofnunarinnar og framtíðarsýn.