Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Hér með er boðað til 11. lögbundins fundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga.

Að þessu sinni er fundurinn haldinn í samstarfi við Fljótsdalshérað og verður því á Egilsstöðum þann 8. maí n.k. og hefst með skráningu kl. 08.15.

Dagskrá fundarins er enn í vinnslu en yfirskrift fundarins verður "Friðlýst svæði - tákn eða tækifæri". Eins og heitið gefur til kynna er ætlunin að fjalla um helstu markmið með friðlýsingum og hvað ávinnst með friðlýsingu svæða.

Í lögum um náttúruvernd nr. 44/1999, 11. gr. er kveðið á um hlutverk nefndanna og árlegan fund sem halda skal lögum samkvæmt. Hér má nálgast skráningarblað og dagskrá.