Stök frétt

Frestur til að greiða staðfestingargjald vegna úthlutaðra hreindýraveiðileyfa rann út á miðnætti 31. mars. 142 veiðileyfi voru ógreidd er fresturinn rann út. Nánari upplýsingar um stöðu biðraða verða ekki settar inn fyrr en á mánudag vegna ársfundar UST í Reykjavík.

Í lok mánudags fá næstu menn í biðröð sendan tölvupóst um úthlutun. Menn geta sent tölvupóst á netfangið joigutt@ust.is ef þeir vilja fá upplýsingar um stöðu sína í biðröðinni, þeim tölvupósti verður svarað á mánudeginum 7. apríl.