Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu starfsleyfis fyrir urðunarstað Sorpstöðvar Fjarðabyggðar í Þernunesi, þar sem heimilt er að urða 4000 tonn af úrgangi á ári, og starfsleyfi fyrir malbikunarstöð Hlaðbæjar Colas hf., Gullhellu 1, 220 Hafnarfirði.

Starfsleyfin eru sett á grundvelli 8. gr. reglugerðar nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, með stoð í 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998. Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfa er kæranleg til umhverfisráðherra innan tveggja vikna frá ákvörðun Umhverfisstofnunar skv. 1. mgr. 33. gr. reglugerðar nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur em getur haft í för með sér mengun, sbr. 2. mgr. 32. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.