Stök frétt

Mynd: Jonas Kakaroto á Unsplash
Ný matvælalöggjöf um hollustuhætti og eftirlit tók gildi í Evrópusambandinu 1. janúar 2006. Þessi löggjöf kallaði á breytingar á EES-samningnum, sérstaklega hvaða Ísland varðaði, en þær hafa gengið eftir með samþykkt Sameiginlegu EES-nefndarinnar frá því október 2007. Lokahnykkurinn á þessu ferli er samþykkt norska Stórþingsins og Alþingis Íslendinga. Öll matvælalöggjöf Evrópusambandsins getur því, ef fram fer sem horfir, tekið gildi hér á landi áður en langt um líður.