Stök frétt

Mynd: Luis Aguila á Unsplash
Nefnd sérfræðinga hjá Matvælaöryggisstofnun Evrópu skoðar nú niðurstöður breskrar rannsóknar á hvort neysla af rotvarnar- og litarefnum hafi áhif á hegðunarmunstur barna. Niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en í lok janúar.

Þann 10. september sl. var hér á síðunni greint frá rannsókn þar sem kannað var hvort neysla á blöndu af rotvarnarefni (E 211) og nokkrum litarefnum (E 102, E 104, E 110, E 122, E 124 og E 129) hefðu áhrif á hegðunarmunstur barna. Niðurstöðurnar gefa til kynna að ofvirkni geti aukist eftir neysluna. Sjá fyrri frétt hér.

Um er að ræða stærstu rannsókn fram að þessu á hvort neysla aukefna geti haft áhrif á hegðun barna. Nefnd sérfræðinga á vegum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) hefur skoðaði niðurstöður rannsóknarinnar og þá aðferðafræði og tölfræði sem beitt var. Nefndin telur að gera þurfi enn frekari athuganir og hefur óskað frekari gagna og aðstoðar frá Bretlandi. Umhverfisstofnun mun fylgjast með meðferð málsins og birta hér þær upplýsingar sem kunna að berast. Ekki er að vænta niðurstöðu frá sérfræðinefndinni fyrr en í lok janúar.

Þess má geta að nú hefur EFSA sett framantalin litarefni á forgangslista við endurskoðun á mati á öllum leyfðum aukefnum.