Stök frétt

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra heimsótti Umhverfisstofnun í dag og heilsaði upp á starfsfólk stofnunarinnar. Í tilefni dagsins færði hún starfsfólkinu dýrindis konfektkörfu og sagðist full tilhlökkunar að takast á við þau mörgu verkefni sem biðu hennar.

Hún kvaðst þess fullviss að starfsmenn Umhverfisstofnunar hefðu miklar væntingar til hennar sem ráðherra en hún bæri ekki síður væntingar í brjósti til starfsmanna Umhverfisstofnunar og samstarfið yrði áreiðanlega gjöfult. „Það eru mörg verkefni sem bíða okkar, skemmtileg og spennandi, en líka erfið verkefni sem engu að síður verður gaman að takast á við,” sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra.