Stök frétt

Ráðgjafarnefnd um skipulag þjóðgarðsins við Lakagíga í Skaftárhreppi boðar til ráðstefnu um skipulagsmál fyrir Lakasvæðið.

Ráðstefnan verður haldin á Hótel Klaustri 10.mars 2007. kl. 11.00 - 17.00.
Ráðstefnan höfðar til íbúa Skaftárhrepps, náttúruverndarfólks, ferðaþjónustuaðila, útivistarfólks, hönnuða og alþingismanna. Fundarstjórar: Ragnar Frank Kristjánsson og Jóna Sigurbjartsdóttir.

Ráðgjafarnefndin, sem skipuð er fulltrúum Skaftafellsþjóðgarðs, Skaftárhrepps og Kirkjubæjarstofu hefur starfað að undirbúningi skipulagstillögu frá því sl. haust. Til verksins var ráðin Ulla R. Pedersen, landslagsarkitekt. Ráðstefnan hefst með ávarpi Umhverfisráðherra Jónínu Bjartmars.

Á ráðstefnunni verða kynnt drög að tillögu um breytingar á aðalskipulagi og tillögur að deiliskipulagi vegna þjónustustöðvar.
Meðal annars efnis verður kynnt vinna við könnun þolmarka skipulagssvæðisins, aðgengi og vegtengingum, sjónarmið og væntingar ferðaþjónustuaðila í Skaftárhreppi, náttúrufar og náttúruminjar, þjóðgarður og heimabyggð og væntingar og framtíðarsýn.

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Dagskrá.

11.00 Setning: Ragnar Frank Kristjánsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.
11.05 Ávarp fulltrúa Umhverfisráðuneytis.
11.15 Ávarp: Jóna Sigurbjartsdóttir, oddviti Skaftárhrepps.

Samhliða þessum ávörpum verður myndasýning Helgu Davids af Lakagígum og nágrenni.

11.25 Friðlönd og þjóðgarðar: Árni Bragson, forstöðumaður Náttúru- og útivistarsviðs Umhverfisstofnunar.
11.45 Forsendur fyrir skipulagsvinnu, svæðisskipulag Miðhálendisins, þjóðlendur, aðalskipulag Skaftárhrepps, deiliskipulag: Guðrún Halla Gunnarsdóttir, Skipulagsstofnun.
12.05 Náttúrufar og náttúruminjar suðvestan Vatnajökuls: Dr. Sveinn Jakobsson, jarðfræðingur, Náttúrufræðistofnun Íslands
12.25 Fornleifaskráning fyrir skipulagsvinnu: Agnes Stefánsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifavernd ríkisins.

12.40 Hádegishlé

13.35 Þolmörk ferðamannasvæða og fyrirhugaðar rannsóknir við Lakagíga: Anna Dóra Snæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands.
13.55 Samfélag og náttúruvernd: Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur og framkvæmdastjóri Umhverfisráðgjafar Íslands.
14.15 Þjóðgarður - hagvöxtur í heimabyggð: Oddur Bjarni Thorarensen,  Atvinnumálanefndar Skaftárhrepps.
14.35 Aðgengi að Laka og vegtengingar: Svanur G. Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi.
14.55 Drög að skipulagi við Lakagíga, mannvirki, skálar og gönguleiðir: Ragnar Frank Kristjánsson, þjóðgarðsvörður.

15.15 Kaffihlé

15.50 Sjónarmið og væntingar ferðaþjónustuaðila í Skaftárhreppi: Ólafía Jakobsdóttir, formaður Ferðamálafélags Skaftárhrepps.
16.10 Væntingar og framtíðarsýn: Íslenskir Fjallaleiðsögumenn,. Einar Torfi Finnsson.
16.30-17.00 Umræður og fyrirspurnir. Þjóðgarðurinn Skaftafell. Kirkjubæjarstofa. Skaftárhreppur.