Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Svifryk við áramót nú sló öll met. Það var að mestu fyrirséð þar sem saman fór mikil flugeldasala, og spá um hægviðri.

Við Grensás í Reykjavík er mælt svifryk með tveim mælitækjum. Mælt er svokallað PM10 ryk (það er agnir sem eru minna en 10 mm í þvermál) og einnig PM2,5 ryk (agnir sem eru minna en 2,5 mm í þvermál).

Við áramótin sprengdi rykið mælikvarða tækjanna þannig að mælingin klukkan 01:00 er ekki marktæk. Rykið var það mikið að hefðbundin umferðarsveifla sést varla. Ryk frá uppsprettum öðrum en flugeldum og brennum var frekar lítið og andrúmsloftið hreinsaði sig mjög fljótt í kjölfar ryktoppsins. Þetta sést á því að strax klukkan fimm um morguninn var rykmagn orðið lágt miðað við árstíma.