Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Mynd: Vincent Keiman á Unsplash

Verið velkomin á fyrirlestraröð Umhverfisstofnunar þriðjudaginn 31. maí 2005 kl. 15.00 – 16.00 á 5. hæð Umhverfisstofnunar Suðurlandsbraut 24, Reykjavík. Að þessu sinni verður fjallað um góð ráð við grillið.

Fyrirlesarar eru Ingólfur Gissurarson, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun og Grímur Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

Nýr bæklingur "Góð ráð við grillið" verður kynntur. Fjallað verður m.a. um helstu hættur sem skapast ef ekki er rétt staðið við undirbúning, meðhöndlun hráefnis og framreiðslu.

Allir velkomnir

Heitt á könnunni