Stök frétt

Mynd: Eiliv-Sonas Aceron á Unsplash

Innra eftirlit er kerfisbundin fyrirbyggjandi aðferð á vegum matvælafyrirtækja, notuð í þeim tilgangi að tryggja gæði, öryggi og hollustu matvæla og að matvælin uppfylli að öðru leyti þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Innra eftirlit miðar að því koma í veg fyrir (þ.e. að fyrirbyggja) að matvæli skemmist eða mengist og geti þannig valdið heilsutjóni. Til að ná árangri er mikilvægt að allt starfsfólk taki virkan þátt og hafi skilning á tilgangi, markmiðum og ávinningi innra eftirlits í eigin fyrirtæki. Starfræksla innra eftirlits er starfsleyfisskilyrði samkvæmt reglugerð nr. 522/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla. Skoðun innra eftirlit gagna er mikilvægur þáttur í eftirlit heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.

Út frá fyrirliggjandi upplýsingum í starfsleyfisumsókn og samkvæmt viðmiðunarlista heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir flokkun fyrirtækja m.t.t. innra eftirlits ræðst hvaða lágmarkskröfur eru gerðar til innra eftirlits viðkomandi fyrirtækis. Ef aðilar telja einstök fyrirtæki ranglega flokkuð eða óvissa er um flokkun, m.t.t. innra eftirlits skal ábendingum um það komið á framfæri við Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun fjallar um ábendingarnar í samstarfi við viðkomandi heilbrigðiseftirlitssvæði. Umhverfisstofnun sér um uppfærslu á viðmiðunarlistanum og kynningu á breyttri flokkun.

Innra eftirlits flokkarnir eru: