Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Út er komin ný reglugerð um breytingu á snyrtivörureglugerð nr. 748/2003. Helstu breytingar eru:

  • Notkun efna sem eru krabbameinsvaldandi, stökkbreytivaldandi eða skaðleg fyrir æxlun óheimil í snyrtivörum.
  • Sérstakt tákn (sjá mynd) er tekið upp sem gefa skal til kynna að snyrtivaran hafi lengra geymsluþol en 30 mánuði.
  • Breytingar á grein um lyktar- og litarefni.
  • Breytingar á grein um upplýsingaskyldu hvað varðar upplýsingar um markhóp og notkun.
  • Breytingar á viðaukum með efnalistum.

Uppfærð útgáfa af snyrtivörureglugerð nr. 748/2003. Reglugerð nr. 870/2004.