Stök frétt

Umhverfisráðuneytið hefur gefið út reglugerð um umskipun olíu á rúmsjó, nr. 800/2004. Reglugerðin er sett með það að markmiði að tryggja að umskipun olíu milli skipa á rúmsjó fari fram með þeim hætti að umhverfi stafi ekki hætta af.

Í reglugerðinni er kveðið á um tilhögun og aðstæður við dælingu á olíu milli skipa, gerð er krafa um að tilkynnt sé um fyrirhugaða dælingu með góðum fyrirvara til Landhelgisgæslu Íslands og um ábyrgð skipsstjóra á því að ekkert fari úrskeiðis. Óheimilt er að dæla olíu milli skipa á svæði sem er nánar tilgreint í reglugerðinni.

Reglugerðina má nálgast hér.