Lög nr. 33/2004 um varir gegn mengun hafs og stranda taka gildi
1. október, tóku gildi ný lög um varnir gegn mengun sjávar. Með lögunum er bætt úr mörgum vanköntum í lagaumhverfis umhverfismála og viðbrögðum við bráðamengun sem komu fram þegar Víkartindur strandaði á vormánuðum 1997.
Hin nýju lög má nálgast hér.
Einnig er bent á að í 4. ritinu í ritröðinni Upplýsingar og staðreyndir, Mengun hafs og stranda er samantekt á helstu ákvæðum laganna og þeim nýmælum sem þar er að finna.
Ný reglugerð um móttöku á úrgangi í höfnum
Umhverfisráðuneytið hefur gefið út reglugerð nr. 792/2004 um móttöku á úrgangi frá skipum. Í hinni nýju reglugerð er kveðið skýrar á um skyldur hafnarstjórna til að tryggja viðeigandi aðstöðu í höfnum til að taka við sorpi og skólpi frá skipum.
Reglugerðin byggir á tilskipun frá Evrópusambandinu og er sett með því markmiði að draga úr losun úrgangs og farmleifa í sjó frá skipum.