Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra og Davíð Egilson forstjóri Umhverfisstofnunar

Kl. 8:30 í morgun kom nýr ráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir í heimsókn til Umhverfisstofnunar.

Davíð Egilson forstjóri Umhverfisstofnunar og starfsfólk Umhverfisstofnunar tók á móti Sigríði Önnu og bauð hana velkomna til starfsins.

Sigríður Anna Þórðardóttir þakkaði góðar móttökur og sagðist ánægð með takast á við ný og spennandi verkefni með góðu fólki.

Starfsfólk Umhverfisstofnunar hlakkar til að hefja störf með nýjum ráðherra og vonar að hún megi njóta gæfu og gengis í starfi.

Þótt margt gott hafi áunnist í tíð fyrri ráherra þá er mikið verk framundan í umhverfismálum og mikilvægt fyrir Umhverfisstofnun að eiga sterkan bakhjarl í umhverfisráðherra.