Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Kiran Pacific (Mynd: Manuel Hernández Lafuente)

Skipið Kiran Pacific losnaði af skerinu um kl. 14:20 en þá var háflóð og aðstæður því góðar. Lofti var dælt inn í tanka skipsins og síðan dró dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði það á flot. Skipið liggur nú við akkeri út af Straumsvík meðan skoðað er hvort djúprista skipsins sé of mikil til að sigla því inn í Straumsvíkurhöfn. Ekki hefur orðið vart við olíuleka eða mengun frá skipinu.