Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur haft frumkvæði að því að draga saman og gefa út gögn um flesta þá umhverfisvísa sem hugsanlega kunna að hjálpa Íslendingum til að meta hver staða umhverfis er og hvert stefnir. Stofnunin leitaði til fjölmargra aðila með beiðni um upplýsingar við gerð þessa bæklings. Stór hluti gagnasafnsins lá hins vegar hjá stofnuninni sjálfri og hafa viðkomandi sérfræðingar í því tilfelli veitt upplýsingar. Umhverfisstofnun kann öllum þeim aðilum sem veittu upplýsingar og lásu yfir texta bestu þakkir.