Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur undirritað samning við hugbúnaðarfyrirtækið Gagarín um gerð vefsjár fyrir þjóðgarðana. Með verkefninu er ætlunin að miðla fróðleik um sérstöðu, náttúrufar og sögu þjóðgarðanna á lifandi og aðgengilegan hátt. Gagarín mun annast viðmót, útlit og framsetningu á efninu.