Stök frétt

Mynd: Crystal Kwok

Komin er út bæklingur á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um bestu fáanlegu tækni í mjólkuriðnaði. Í bæklingnum er samantekt aðalatriða úr skýrslu sem nýlega kom út um þetta efni: Best available techniques (BAT) for the Nordic dairy industry.

Lögð er áhersla á framleiðslutækni og aðferðir sem miða að því að draga úr mengun frá mjólkuriðnaði og hvernig minnka má álag á umhverfið með sparnaði í notkun orku og hráefna.

Bæklinginn og skýrsluna má nálgast á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar: http://www.norden.org/pub/miljo/miljo/sk/ANP2003719-722.asp

Skýrsluna "Best available techniques (BAT) for the Nordic dairy industry" (ISBN 92-893-0706-4, TemaNord 2001:586) er hægt að panta hjá Máli og Menningu, Laugavegi 18, 101 Reykjavík