Stök frétt

Að undirlagi Bráðamengunarnefndar umhverfisráðuneytisins hefur Umhverfisstofnun unnið að gerð vákorts með tilliti til bráðamengunar á suður- og vesturströnd Íslands frá Vík til Öndverðarness á Snæfellsnesi. Þetta svæði var valið þar sem á þessu svæði fara saman mikil umhverfisleg og fjárhagsleg verðmæti annars vegar og hins vegar meiri áhætta en víðar annars staðar með helstu siglingaleiðir til og frá landinu, m.a. með olíuefni og önnur hættuleg efni.

Vákortið er nú á lokastigi og er stefnt að frágangi þess upp úr áramótum. Í tilefni af því var haldin kynning á verkefninu síðastliðinn föstudag þar sem sýnd var uppbygging kortsins og notkun þess ef mengunaróhapp verður á sjó.