Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Í samræmi við 25.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, m.s.br., er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi þjónustusvæðis ofl., innan þjóðgarðsins í Jökulsár-gljúfrum, í norðurhluta Ásbyrgis.
Skipulagssvæðið er í samræmi við Aðalskipulag Kelduneshrepps 1995-2007, hluti skilgreinds svæðis í norðurhluta Ásbyrgis.

Mörk svæðis sem deiliskipulagið nær yfir eru: Til norðurs þjóðvegur nr. 85 og til suðurs lína í 1 km fjarlægð frá honum, til vesturs ?Eyjan? og til austurs ?Barmur Ásbyrgis?. 

Stærð skipulagssvæðis er u.þ.b. 0,66 km².

Í tillögunni er gert ráð fyrir aukinni þjónustu á svæðinu, einkum tengdri ferðaþjónustu og útivist í Ásbyrgi og Jökulsárgljúfrum. Skilgreind eru tvö aðalsvæði: Annars vegar svæði fyrir verslun og þjónustu, og hins vegar opin svæði til sérstakra nota. Megin áhersla er á:

1)      Uppbyggingu á gestamóttöku,?Gljúfrastofu? í núverandi útihúsum ofl.  

2)      Uppbyggingu gistirýmis, hótels og 1-2 íbúðarhúsa er tengjast þjónusturekstrinum.

3)      Stækkun á tjaldsvæði með aukinni þjónustu og allt að 8 smáhýsum.

4)      Breytingu á aðkeyrslu inn á svæðið frá þjóðvegi 85.

Deiliskipulags-tillagan, skipulagsuppdráttur ásamt greinargerð, verða til sýnis á skrifstofu oddvita Kelduneshrepps, Lindarbrekku, frá 5. nóvember 2003 til 3.desember 2003.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skriflegum athugasemdum eða ábendingum skal skila á skrifstofu oddvita Kelduneshrepps fyrir 17. desember 2003.

Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.

f.h. Sveitarstjórnar Kelduneshrepps

_____________________
Katrín Eymundsdóttir,
oddviti Kelduneshrepps