Stök frétt

Opnuð hefur verið sýning í Þjóðmenningarhúsinu til kynningar á heimsminjaskrá UNESCO. Að sýningunni standa auk Þjóðmenningarhússins; Þjóðminjasafn Íslands, sem annast sýningarstjórn, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Landmælingar Íslands, Húsafriðunarnefnd ríkisins, Fornleifavernd ríkisins og Örnefnastofnun Íslands.

Á sýningunni er að finna fróðleik um Heimsminjaskrána, tilnefningu Þingvalla og þau atriði sem mestu máli munu skipta við tilnefningu Skaftafellsþjóðgarðs. Skaftafellssýningin er að stærstum hluta sú sýning sem prýðir gestastofuna í Skaftafelli og var hún flutt í Þjóðmenningarhúsið af þessu tilefni. Þar er reynt að skýra samhengið milli eldvirkni undir jökli og landmótunar í Öræfum og áhrif þessarar þróunar á mannlíf.