Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Haustfundur Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga var haldinn 3. og 4. nóvember á Grand Hótel í Reykjavík.

Fundinn sóttu alls um 90 manns.

Kynnt var breytt skipulag vegna samruna stofnana í Umhverfisstofnun.

Mörg mál voru á dagskrá, eins og til dæmis málefni er varða matvælasvið, eftirlitsverkefni, dýraverndunarmál, öryggi á leiksvæðum og kynning á rannsóknastofu Umhverfisstofnunar og því starfi sem þar fer fram.

Það sem bar hæst á fundinum voru umræður um samræmd starfsleyfisskilyrði og tilhögun útgáfu starfsleyfa, og einnig umræður um hugsanlegar tilfærslur á eftirliti frá ríki til sveitarfélaga.