Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur lagt fram tillögu að náttúruverndaráætlum með 75 svæðum. Friðlýsing allra þessara svæða ásamt friðlýsingu sjaldgæfra tegunda plantna mun tryggja verndun þeirra tegunda fugla og plantna sem helst eru verndarþurfi á landinu, verndun helstu flokka íslenskra jarðminja, verndun mikilvægustu náttúrlegu birkiskóga landsins og verndun mikilvægra vatnakerfa. Tillögur um svæðisbundna friðun eru fæstar nýjar því 68 svæðanna (88%) eru að hluta eða öllu leyti á náttúruminjaskrá og eða nefnd í öðrum heimildum.

Lagt hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um náttúruverndaráætlun 2004–2008. Hægt er að nálgast hana hér

Skýrslan á pdf formi

Kaflar 1 - 2 Inngangur - Hugmyndafræði og verklag

Kaflar 3 - 4 Fjölbreytni í íslenskri náttúru - Landslag og landslagsvernd

Kaflar 5 - 6 Friðlýsingar náttúruminja - Náttúruvernd og önnur landnotkun

Kaflar 7 - 10 Tillögur fagstofnana og sveitarfélaga - Tillögur náttúruverndaráætlunar 2004 - 2008 - Framkvæmd - Heimildir

Svæðistillögurnar 75 skiptast á sjö landshluta á eftirfarandi hátt:

Viðauki 1 - Tillögur á Suðvesturlandi

Á Suðvesturlandi, 10 svæði:

Reykjanes - Eldvörp - HafnarbergRauðimelurHraunsvík - FestarfjallÖgmundarhraun og SelatangarBrennisteinsfjöll - HerdísarvíkBúrfell -  BúrfellsgjáÁlftanes - SkerjafjörðurGrafarvogurLeiruvogur - BlikastaðakróLaxárvogur -  Hvalfjarðareyri.

Viðauki 2 - Tillögur á Vesturlandi

Á Vesturlandi, átta svæði:

Þingvellir - Skjaldbreiður- Tindaskagi (tilheyrir einkum Suðurlandi); Vatnshornsskógur; ReykjadalsáHúsafellsskógurYstutungugirðingHafnarskógurÁlftanes - Akrar - LöngufjörurÞjóðgarðurinn Snæfellsjökull (stækkun).

Viðauki 3 - Tillögur á Vestfjörðum

Á Vestfjörðum, 3 svæði:

Látrabjarg - RauðasandurIngólfsfjörður - ReykjafjörðurSnæfjallaströnd - Æðey - Drangajökull - Drangar - Furufjörður.

Viðauki 4 - Tillögur á Norðurlandi vestra

Á Norðurlandi vestra, átta svæði:

SléttafellshverirHópið - Húnavatn - FlóðiðGuðlaugstungur - Álfgeirstungur;
OrravatnsrústirFagrahlíðAustara-EylendiðDrangeyHéðinsfjörður.

Viðauki 5 - Tillögur á Norðurlandi eystra

Á Norðurlandi eystra, 12 svæði:

LeyningshólarHríseyHörgárósarHöfðahverfiLátraströnd - NáttfaravíkurVaglaskógur og nágrenniGrímseyTjörnes ; ÖxarfjörðurÞjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum (stækkun); MelrakkasléttaLanganes.

Viðauki 6 - Tillögur á Austfjörðum

Á Austfjörðum, 18 svæði:

HofsáFljótsdalshéraðNjarðvík - LoðmundarfjörðurEgilsstaðaskógurEyjólfsstaðaskógurHallormsstaðaskógur - Ranaskógur; ÞingmúliEyjabakkar - VesturöræfiKverkfjöll - KrepputungaGerpissvæðiðGeithellnadalurÁlftafjörður - HamarsfjörðurPapeyAusturskógarFjalllendi við HoffellsjökulSteinadalurBreiðamerkursandur - KvíármýrarkamburSkeiðarársandur (stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli).

Viðauki 7 - Tillögur á Suðurlandi

Á Suðurlandi, 18 svæði :

SkaftáreldahraunGrenlækur - EldvatnVeiðivötnÞórsmörk; Þjórsárver (stækkun friðlands); HeklaHvítárvatn - HvítárnesGeysirAlmenningurBrúará - Skálholtstungur - HöfðaflatirApavatn - LaugarvatnÞingvellir - Skjaldbreiður - TindaskagiSogStokkseyri - EyrarbakkiGrændalurVestmannaeyjarEldborgir við LambafellBrennisteinsfjöll - Herdísarvík (tilheyrir einkum Suðvesturlandi)

Viðauki 8 - Friðlönd á Íslandi

Viðauki 9 - Náttúruvætti á Íslandi

Viðauki 10 - Fólkvangar á Íslandi

Viðauki 11 - Friðlýstar plöntur á Íslandi

Viðauki 12 - Mosar sem þarfnast verndar

Viðauki 13 - Fléttur sem þarfnast verndar

Viðauki 14 - Háplöndur sem þarfnast verndar

Viðauki 15 - Fuglar í náttúru Íslands

Viðauki 16 - Plöntur sem lagt er til að vernda sérstaklega

Viðauki 17 - Tillögur og ábendingar sveitarfélaga

Viðauki 18 - Náttúruvernd í íslenskum lögum

Viðauki 19 - Alþjóðlegir samningar um náttúruvernd

Viðauki 20 - Annað fjölþjóðlegt samstarf á sviði náttúruverndar

Viðauki 21 - Fagstofnanir í rannsóknum á náttúru- og menningarminjum