Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: The Climate Reality Project

Verið velkomin á fyrirlestraröð Umhverfisstofnunar:

Fyrirlestrar verða haldnir um

Innflutningseftirlit með matvælum

þriðjudaginn 7.október 2003 kl. 15.00 – 16.00

á 5. hæð Umhverfisstofnunar Suðurlandsbraut 24, Reykjavík.

Fjallað verður um innflutningseftirlit Matvælasviðs Umhverfisstofnunar með matvælum og RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed) viðvörunarkerfi Evrópusambandsins sem Ísland er aðili að í gegnum Eftirlitsstofnun EFTA.

Innflutningseftirlit Matvælasviðs Umhverfisstofnunar starfar skv. ákvæðum laga 1998/7.

Markmið RASFF er að dreifa upplýsingum til aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins þegar hættuleg vara finnst á markaði einhvers staðar á svæðinu.

Fyrirlesarar eru Herdís M. Guðjónsdóttir og Baldvin Valgarðsson matvælafræðingar á Matvælasviði Umhverfisstofnunar.

Sjá nánar um innflutningseftirlitið HÉR

Fyrirspurnir og umræður - Heitt á könnunni - Allir velkomnir

Matvælasvið Umhverfisstofnunar