Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Í ár er Umhverfisþing haldið í þriðja sinn og í fyrsta sinn eftir að ákvæði um Umhverfisþing voru sett í í lög um náttúruvernd nr. 44/1999 árið 2002. Á þinginu verður að þessu sinni fjallað um náttúruverndarmál og einkum drög að náttúruverndaráætlun.

Umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir ákvað að heimsækja sem flest af þeim svæðum Umhverfisstofnun hefur lagt til að friða. Á vef hennar www.siv.is er umfjöllun um svæðin sem hún hefur heimsótt ásamt fjölda mynda sem hún hefur tekið.

Ráðuneytið hefur gert kynningarrit fyrir sveitarfélög um náttúruverndaráætlunina, mismunandi flokka friðunar og hvað í þeim felst.

Athugið að þingið verður öllum opið meðan húsrúm leyfir og verður öðrum en boðsgestum gefinn kostur á því að skrá sig til þátttöku á Umhverfisþingið dagana 7. - 11. október n.k