Stök frétt

Mynd: Bernard Hermant á Unsplash

Út er komin ný reglugerð sem takmarkar notkun fúavarins timburs með kopar-króm- arsen (CCA) viðarvörn. Með reglugerðinni eru settar strangari reglur um notkun fúavarins timburs með CCA viðarvörn sem er gegndreypt í viðinn með þrýstingi eða lofttæmi. Þessar aðgerðir eru fyrst og fremst vegna mögulegrar hættu af völdum arsens sem getur losnað úr viðnum.

Markaðssetning timburs með CCA viðarvörn til heimilisnota verður bönnuð frá og með 1. júlí 2004. Eftir það verður notkun takmörkuð við mannvirki þar sem ólíklegt er talið að fólk komist í snertingu við meðhöndlaðan við. Það er ekki talin ástæða til þess að láta fjarlægja eldri við með CCA viðarvörn.

Sjá reglugerð nr. 612/2003.