Stök frétt

Umhverfisstofnun matvælasvið hefur borist upplýsingar í gegnum viðvörunarkerfið RASFF (Rapid Alert System For Food) um leifar af sýklalyfinu chloramphenicol í akasíuhunang frá Ungverjalandi. Sýklalyfið var í kínversku hunangi sem bætt var í umrædda vöru. Kínverskt hunang hefur verið bannað í Evrópu síðan 2002 vegna endurtekinna mælinga á lyfjaleifum.

Vöruheiti: Hornbeck Akasíuhonning

Upprunaland: Ungverjaland

Lotunúmer: 12.08.2004 L3043 eða 25.08.2004 L3056

Umbúðir: 340 g glerkrukkur

Framleiðandi: Scandic food a/s í Danmörku.

Umhverfisstofnun matvælasvið og innflytjandi beina því til neytenda sem kunna að hafa keypt og eiga umrætt hunang að skila því til verslunarinnar þar sem það var keypt.
Varan hefur verið stöðvuð í  dreifingu og í samvinnu við innflytjanda hefur varan verið tekin úr sölu.

Nánari upplýsingar veitir Herdís M. Guðjónsdóttir, Umhverfisstofnun  sími 591 2000.