Stök frétt

Mynd: Jonathan Petersson á Unsplash

Umhverfisstofnun hefur látið mæla varnarefni í nokkrum tegundum kornvara sem hér eru á markaði. Niðurstaðan var sú að engar leifar varnarefna greindust. Leitað  var  að 83 mismunandi varnarefnum. Alls voru 15 sýni tekin af eftirfarandi vörum:

 • Barnamatur
 • Morgunkorn, m.a.
  • Hafrahringir
  • Hafrakoddar
  • Morgunkorn með súkkulaðibragði
  • Kornflögur
 • Hveiti
 • Hveitiklíð
 • Múslí
 • Rúgmjöl
 • Hrísgrjón
 • Haframjöl

Þetta er í fyrsta skiptið sem stofnunin lætur mæla varnarefni í kornvörum en eftirlit hefur verið með varnarefnum í grænmeti og ávöxtum síðan árið 1991. Áformað er að fylgjast árlega með varnarefnum í korni og/eða kornvörum.

Varnarefni eru efni sem notuð eru gegn illgresi, sveppum og meindýrum við framleiðslu og geymslu matvæla, bæði til að verja þau og einnig til að draga úr rýrnun uppskerunnar. Í vissum tilvikum eru varnarefni einnig notuð til að hafa áhrif á vöxt og viðgang ákveðinna tegunda matvæla. Helstu tegundir varnarefna eru skordýraeitur, illgresiseyða, sveppalyf og stýriefni.