Stök frétt

Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur rekur þrjár loftgæðamælistöðvar samkvæmt samningi við Umhverfisstofnun.

Tvær stöðvanna eru fastar, önnur við Grensásveg og hin í Húsdýragarðinum, en sú þriðja er færanleg. Hægt er að sjá nýjustu mælingar úr stöðvunun á mælivefnum WWW.LOFT.RVK.IS, þar má velja hvaða mengunarefni á að skoða og á hvaða stöð. Öll helstu loftmengunarefni eru mæld í þessum stöðvum.