Stök frétt

Miðvikudaginn 2. júlí kom breski sendiherrann ásamt eiginkonu sinni til að líta á starfsemi bresku sjálfboðliðasamtakanna BTCV (British Trust for Conservation Volunteers) innan þjóðgarðsins. Þessi samtök hafa starfað við viðhald göngustíga í Skaftafelli í næstum 20 ár og eru mikilvægur hluti af starfssemi þjóðgarðsins. Tilgangur með heimsókn sendiherrans var að líta á hvernig starfsemin fer fram innan þjóðgarðsins og hvert hlutverk sjálfboðaliðasamtakanna er í því samhengi.

Skoðaði sendiherrann vinnu við gönguleiðina að Svartafossi og einnig húsakynni þau sem sjálfboðaliðarnir hafa til umráða. En sjálfboðaliðarnir, sem að hluta dvelja hér í 12 vikur hafa húsnæði í Sandaseli, sem er gömul fjárhlaða sem búið er að ljúka að hluta og vonast er til að verði lokið í vetur og þar með sé hægt að taka á móti vísindamönnum og sjálfboðaliðum sem vilja vinna hér í þjóðgarðinum. Í lokin skoðaði sendiherrann gestastofuna og fékk smá innsýn inn í hlutverk jökla í mótun landslagsins í Skaftafelli.

Bresku sjálfboðaliðasamtökin starfa með Umhverfisstofnun og þjóðgarðinum í Skaftafelli og er ríkur vilji meðal allra að þróa samstarfið áfram enda mikilvægt fyrir þjóðgarðinn að fá áhugasamt fólk sem er tilbúið að vinna í því mikla verki sem viðhalda göngustíga er. Heimsókn sendiherrans sýnir að starf sjálfboðaliðanna er vel metið og því er það ánægjuefni að fá slíka heimsókn.